Um The Adult Chair®

Ég fann Michelle Chalfant og The Adult Chair® á netinu árið 2019. Síðan þá hef ég hlustað á hlaðvarpsþættina hennar, tekið þátt í námskeiðum með henni og farið á The Adult Chair® vinnusmiðju í Nashville, TN, í Bandaríkjunum.

Það hvernig Michelle tekur á hlutunum: erfiðum málum, lífsreynslu, tilfinningum og innra barninu hefur algjörlega breytt mínu ferðalagi. Í fullri hreinskilni þá hefur þetta verið krefjandi og erfitt. Og sjálfsvinnan klárast aldrei, en veistu hvað? Hún er þess virði. Breytingin sem ég hef upplifað er gríðarleg sem og samkenndin með sjálfri mér og öðrum. Þetta er svo gott stöff. Ég hefði ekki skráð mig í markþjálfanám The Adult Chair® nema ég tryði á aðferðina.

En hvað er The Adult Chair aðferðin?

Aðferðin er heldur betur öðruvísi en venjuleg markþjálfun. Lögð er áhersla á þrjá þætti: virka hlustun og speglun, að dvelja í líkama meira en huga með öndun og kjörnun og vera til staðar í núinu með kærleik að leiðarljósi. Þú færð fullt af verkfærum sem hjálpa þér að öðlast styrk og sjálfstraust og vísa þér veginn að þínu heilbrigðasta sanna sjálfi. Með The Adult Chair® aðferðinni munt þú læra að skilja hvernig öll þín lífsreynsla hefur mótað manneskjuna sem þú ert í dag, læra að gefa mismunandi þáttum innra með þér rödd, öðlast dýpri sjálfsvitund og bregðast við lífinu á heilbrigðan hátt.

Ef þessi aðferð höfðar til þín, þá endilega hafðu samband. Það er algjörlega þess virði að prófa.

Barnið

Barnið innra með okkur mótast á aldrinum núll til sjö ára og það er grunnurinn að okkar raunverulegu tilfinningum og þörfum. Barnið innra með okkur er mjög viðkvæmt og uppspretta djúpra tengsla.

Það er á þessum árum sem alls konar áföll geta átt sér stað (lítil og stór) og móta sýn okkar á heiminn þegar við vöxum úr grasi. Þegar við „sitjum í barnastólnum” upplifum við m.a. sköpunargáfu, ástríðu, traust og nánd.

Unglingurinn

Á unglingsárum byrjum við að þróa okkar eigin sjálfsmynd og gera okkur grein fyrir því að við og heimurinn erum ekki eitt og það sama. Meðfram því að sjálfsmyndin myndast verður einnig til löngunin að vernda okkur sjálf, hvort sem þörfin er raunveruleg eða ímynduð.

Í „unglingastólnum” verðum við fullkomnunarsinnar, dómhörð og stjórnsöm og við þróum grímu til að fela okkar sanna sjálf fyrir heimi sem virðist kaldur og á móti okkur. Flest okkar búa á þessum stað þar til við rönkum við okkur og ákveðum að við séum tilbúin til að breytast.

Hið sanna sjálf

„Fullorðinsstóllinn” táknar þitt æðsta, sanna sjálf: að lifa í núinu, takast á við staðreyndir og sannleika í stað þess að búa til sögur og geta sett mörk út frá þolinmæði og samúð.

Meðan við „sitjum í fullorðinsstólnum” getum við tengst þörfum og tilfinningum barnsins innra með okkur og fylgst með hegðun unglingsins á hlutlægan hátt. Það er hér, og aðeins hér, sem við getum orðið meðvituð um, og sigrast á, tilfinningalegum triggerum og neikvæðum mynstrum sem halda aftur af okkur.

Eigum við að stökkva af stað? Ég er til staðar fyrir þig!