Hvernig fer tíminn fram?

Ég býð upp á tíma í eigin persónu eða á netinu.

Komdu í öðruvísi markþjálfun hvar sem þú ert í heiminum!

Í tímunum okkar kem ég til með að spyrja þig hvað þú viljir skoða og svo vinnum við með það á þínum eigin hraða.

Hver tími er stútfullur af alls konar góðgæti, verkfærum og aðferðum sem þú getur tekið með þér og notað í vegferð þinni að þínu sanna sjálfi. Ég verð hér til að hlusta á þig og veita þér öruggt rými til að tengjast tilfinningum þínum og deila þinni reynslu.

Í lok tímans færðu verkfæri til að halda áfram að vinna þína vinnu heima.

Næstu skref eru algjörlega undir þér komin. Það liggur ekkert á og það er engin pressa. Ég er hér þegar þú þarft á mér að halda.

Hver tími er 50 mínútur.

Við stökkvum beint út í djúpu laugina en á þínum hraða. Þetta snýst um þig og hvernig þér finnst þægilegast að vinna sjálfsvinnuna.

Þú getur líka bókað 20 mínútna fría ráðgjöf þannig að við getum hist og séð hvort við eigum samleið. Í fríu ráðgjöfinni mun ég líka stuttlega útskýra The Adult Chair® aðferðina.

If you bring forth what is within you, what you bring forth will save you. If you do not bring forth what is within you, what is within you will destroy you.

- Gospel of Thomas

  • „Takk, aftur fyrir tímann, leiðbeiningarnar og yfirsýnina. Eftir tímann fannst mér eins og ég sæi leið til að reyna að halda áfram eða ná árangri og vera ekki föst í einhverju sem gæti ekki lagast af sjálfu sér.“

    - Mai

  • „Þú hjálpaðir mér að einbeita mér aftur að því sem er mikilvægast og að staðreyndum. Mér líkaði mjög vel þegar við gerðum núvitundaræfingu, tímasetningin var fullkomin og ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir tímann hversu óróleg ég var orðin af því að útskýra aðstæður mínar. Ég væri til í að koma aftur til þín. Takk!"

    - Inga

  • „Vala er umhyggjusöm og vingjarnleg, án þess að vera of yfirþyrmandi eða kurteis. Mér líkaði það að hún brosti og var hlý en líka einbeitt og alvarleg í samtalinu. Hún dæmdi ekki og ég treysti henni og leiðsögn hennar.“

    - Þórdís

  • „Vala, nærvera þín og orka var einmitt það sem ég þurfti til að tengjast þeim þáttum innra með mér sem ég var að forðast. Róleg og hlý framkoma þín var einmitt það sem ég þurfti til að hægja á mér og tengjast sjálfri mér. Takk!"

    - Mara

Er kominn tími til að hlusta á hjartað og taka skrefið?